Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­boðs­maður Al­þingis ætlar ekki að skoða söluna á Ís­lands­banka

Umboðsmaður Alþingis hyggst ekki skoða sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka að svo stöddu en embættinu hafa borist þrjár kvartanir vegna bankasölunnar. Umboðsmaður telur ekki skilyrði til þess að fjalla efnislega um þær kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði að svo stöddu.

Einvígi Mari og Þor­leifs heldur áfram eftir 255 kíló­metra

Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir.

Standa tvö eftir í Bak­garði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kíló­metra

Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst.

Vaktin: Um hundrað al­mennir borgarar verið fluttir úr Azovs­tal-stál­verinu

Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa.

Björgunar­sveit kölluð út vegna göngu­manns

Göngumaður lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli í kvöld og var björgunarsveit á Suðurlandi kölluð út til að aðstoða hann. Maðurinn er sagður vera í ágætu ástandi, óslasaður en orðið kalt.

Naomi Judd látin

Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd.

Sjá meira