Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2023 23:38 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. vísir/vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ Meintur samverkamaður hans segir vin sinn vera nasista sem hati bæði gyðinga og múslima en sjálfur sé hann mannvinur sem trúi á Guð og þyki vænt um litað fólk og samkynhneigða. Þá væru samskipti þar sem þeir meðal annars ræddu að keyra niður fólk á Hinsegin dögum, útbúa sprengjur og koma ákveðnu fólki fyrir kattarnef meiningarlaus og sett fram í gríni. Meðal þess sem var gert upptækt í húsleitum lögreglu á heimilum þeirra beggja var kassi með 43 stykkjum af níu millimetra byssuskotum, þrívíddarprentari, íhlutir í þrívíddarprentuð skotvopn, nasistafáni og suðurríkjafáni. Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar frá því í október en þar er vitnað í skýrslutöku hjá lögreglu. Úrskurðirnir voru nýlega birtir en dómstóllinn felldi gæsluvarðhald mannanna úr gildi í desember og vísaði til þess að ekki hægt að slá því föstu að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá þeim. Báðir neita þeir að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk. Annar maðurinn er ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að slíkri skipulagningu. Þegar hinn síðarnefndi var spurður hvers vegna þeir hafi rætt áburð sagði hann vin sinn hafa kynnt sér þau mál vel, „líklega til að búa til sprengju.“ Að sögn lögreglu var minnisbók handlögð í húsleit sem virðist innihalda lista yfir forefni til sprengjugerðar. Hann sagði jafnframt að umræddur vinur sinn væri hefnigjarn og hafi byrjað að þrívíddarprenta skotvopn eftir að hafa verið neitað um skotvopnaleyfi. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að við þessi tíðindi hafi hann sagt í textaskilaboðum til vinar síns á dulkóðaða samskiptamiðlinum Signal að „nú muni þeir fá á trýnið“ og viljað kanna hvenær árshátíð lögreglunnar yrði næst haldin. Þjóðþekktir einstaklingar óttaslegnir og tekið fyrirætlunum þeirra alvarlega Þegar yfirlýsti nasistinn var spurður af lögreglu út í eigin manifestó sem fannst í tölvu hans kvað hann það vera sínar hugleiðingar og það væru ekki bara hryðjuverkamenn sem skrifi slíkt. Hann kannaðist við að hafa vistað og kynnt sér manifestó nafngreindra manna, sem framið hafa hryðjuverk, einungis í þeim tilgangi að kanna hvað væri að gerast í höfðinu á þeim. Aðspurður út í ummæli sín um að drepa nafngreinda þingmenn kvaðst hann ekki hafa ætlað að gera það bókstaflega. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir tveir hafi rætt það að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata einnig upp í samtölum þeirra. Í úrskurði Landsréttar segir að lögregla hafi rætt við þá aðila sem hinir kærðu nefndu sem skotmörk. Þeim hafi ekki verið hlátur í huga heldur þess í stað hafi gripið um sig mikill ótti og vanlíðan hjá þessu fólki, sem hafi tekið fyrirætlunum sakborninganna mjög alvarlega og nærri sér. Kvaðst trúa því að vinur sinn gæti látið til skarar skríða Sakborningarnir tveir ræddu meðal annars drónaárásir sín á milli. Annar þeirra kvaðst ekki hafa haft vilja til þess að standa að slíkum árásum en sagði vin sinn þó hafa sýnt þeim mikinn áhuga. Honum hafi blöskrað hvað hann væri kominn langt í þeim pælingum og að hann væri að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, væri kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann kvaðst trúa því að hinn meðákærði kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar og kannaðist við að hann hafi sent honum leiðbeiningar um hvernig unnt væri að útbúa sprengjur. Þegar sá var spurður út í þau ummæli að „nú hættum við að prenta byssur og byrjum að prenta dróna, kaupum kínasull í þá og sprengiefni“ kvað hann að þau hafa verið sett fram í hálfkæringi. Þá kvað hann félaga sinn hafa farið í „vettvangsskoðun” fyrir Gleðigönguna og meðal annars mælt stærð á hliði með tilliti til þess hvort unnt væri að keyra vörubíl í gegnum það. Í úrskurði Landsréttar frá því í október segir að mennirnir hafi rætt sín á milli að drepa alla sem tækju þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga og séð fyrir sér „að keyra yfir 100 manns á Gay Pride og bakka svo, fram og aftur – spreyja svo 500 skotum og beila á næsta location,“ eins og haft er eftir þeim í úrskurðinum. Líkt og áður segir neita þeir báðir að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk og sagt að um meiningarlaust hjal hafi verið að ræða, sett fram í gríni. Þar á meðal sagði annar þeirra að allt tal um dróna og drónasprengingar, til dæmis á Alþingi og lögreglustöð hafi verið merki um svartan húmor þeirra. Að endingu sagðist hann skammast sín fyrir ummælin. Fullyrt er í ákæru héraðssaksóknara að ætla megi út frá samskiptunum að hetjur mannanna og fyrirmyndir séu þekktir einstaklingar og hópar sem hafi framið fjöldadráp og hryðjuverk. Því væri ljóst að þeir aðhylltust ýmsar öfgakenndar skoðanir. Rannsókn lögreglu á málinu stendur enn yfir. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 28. desember 2022 18:58 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Meintur samverkamaður hans segir vin sinn vera nasista sem hati bæði gyðinga og múslima en sjálfur sé hann mannvinur sem trúi á Guð og þyki vænt um litað fólk og samkynhneigða. Þá væru samskipti þar sem þeir meðal annars ræddu að keyra niður fólk á Hinsegin dögum, útbúa sprengjur og koma ákveðnu fólki fyrir kattarnef meiningarlaus og sett fram í gríni. Meðal þess sem var gert upptækt í húsleitum lögreglu á heimilum þeirra beggja var kassi með 43 stykkjum af níu millimetra byssuskotum, þrívíddarprentari, íhlutir í þrívíddarprentuð skotvopn, nasistafáni og suðurríkjafáni. Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar frá því í október en þar er vitnað í skýrslutöku hjá lögreglu. Úrskurðirnir voru nýlega birtir en dómstóllinn felldi gæsluvarðhald mannanna úr gildi í desember og vísaði til þess að ekki hægt að slá því föstu að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá þeim. Báðir neita þeir að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk. Annar maðurinn er ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að slíkri skipulagningu. Þegar hinn síðarnefndi var spurður hvers vegna þeir hafi rætt áburð sagði hann vin sinn hafa kynnt sér þau mál vel, „líklega til að búa til sprengju.“ Að sögn lögreglu var minnisbók handlögð í húsleit sem virðist innihalda lista yfir forefni til sprengjugerðar. Hann sagði jafnframt að umræddur vinur sinn væri hefnigjarn og hafi byrjað að þrívíddarprenta skotvopn eftir að hafa verið neitað um skotvopnaleyfi. Fram kemur í úrskurði Landsréttar að við þessi tíðindi hafi hann sagt í textaskilaboðum til vinar síns á dulkóðaða samskiptamiðlinum Signal að „nú muni þeir fá á trýnið“ og viljað kanna hvenær árshátíð lögreglunnar yrði næst haldin. Þjóðþekktir einstaklingar óttaslegnir og tekið fyrirætlunum þeirra alvarlega Þegar yfirlýsti nasistinn var spurður af lögreglu út í eigin manifestó sem fannst í tölvu hans kvað hann það vera sínar hugleiðingar og það væru ekki bara hryðjuverkamenn sem skrifi slíkt. Hann kannaðist við að hafa vistað og kynnt sér manifestó nafngreindra manna, sem framið hafa hryðjuverk, einungis í þeim tilgangi að kanna hvað væri að gerast í höfðinu á þeim. Aðspurður út í ummæli sín um að drepa nafngreinda þingmenn kvaðst hann ekki hafa ætlað að gera það bókstaflega. Áður hefur verið greint frá því að mennirnir tveir hafi rætt það að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata einnig upp í samtölum þeirra. Í úrskurði Landsréttar segir að lögregla hafi rætt við þá aðila sem hinir kærðu nefndu sem skotmörk. Þeim hafi ekki verið hlátur í huga heldur þess í stað hafi gripið um sig mikill ótti og vanlíðan hjá þessu fólki, sem hafi tekið fyrirætlunum sakborninganna mjög alvarlega og nærri sér. Kvaðst trúa því að vinur sinn gæti látið til skarar skríða Sakborningarnir tveir ræddu meðal annars drónaárásir sín á milli. Annar þeirra kvaðst ekki hafa haft vilja til þess að standa að slíkum árásum en sagði vin sinn þó hafa sýnt þeim mikinn áhuga. Honum hafi blöskrað hvað hann væri kominn langt í þeim pælingum og að hann væri að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, væri kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann kvaðst trúa því að hinn meðákærði kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar og kannaðist við að hann hafi sent honum leiðbeiningar um hvernig unnt væri að útbúa sprengjur. Þegar sá var spurður út í þau ummæli að „nú hættum við að prenta byssur og byrjum að prenta dróna, kaupum kínasull í þá og sprengiefni“ kvað hann að þau hafa verið sett fram í hálfkæringi. Þá kvað hann félaga sinn hafa farið í „vettvangsskoðun” fyrir Gleðigönguna og meðal annars mælt stærð á hliði með tilliti til þess hvort unnt væri að keyra vörubíl í gegnum það. Í úrskurði Landsréttar frá því í október segir að mennirnir hafi rætt sín á milli að drepa alla sem tækju þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga og séð fyrir sér „að keyra yfir 100 manns á Gay Pride og bakka svo, fram og aftur – spreyja svo 500 skotum og beila á næsta location,“ eins og haft er eftir þeim í úrskurðinum. Líkt og áður segir neita þeir báðir að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk og sagt að um meiningarlaust hjal hafi verið að ræða, sett fram í gríni. Þar á meðal sagði annar þeirra að allt tal um dróna og drónasprengingar, til dæmis á Alþingi og lögreglustöð hafi verið merki um svartan húmor þeirra. Að endingu sagðist hann skammast sín fyrir ummælin. Fullyrt er í ákæru héraðssaksóknara að ætla megi út frá samskiptunum að hetjur mannanna og fyrirmyndir séu þekktir einstaklingar og hópar sem hafi framið fjöldadráp og hryðjuverk. Því væri ljóst að þeir aðhylltust ýmsar öfgakenndar skoðanir. Rannsókn lögreglu á málinu stendur enn yfir.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 28. desember 2022 18:58 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 28. desember 2022 18:58
Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57
Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent