Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. 15.8.2023 12:18
Slógu met á Norðurlandi í júní Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust. 15.8.2023 10:36
Vandræðin hófust þegar land var metið til fjár Lítið samræmi hefur verið í þeim aðferðum sem notaðar eru til að mæla landeignir og algengt að stærð jarða sé ekki skráð í Fasteignaskrá. Aðferðir voru lengi vel ónákvæmar og einhver dæmi um að landeignir reynist vera tvöfalt stærri eða helmingi minni en skráð stærð. 15.8.2023 08:31
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14.8.2023 17:00
Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. 14.8.2023 13:07
Kæra bónda fyrir flutning á dráttarvél Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis. 14.8.2023 10:47
Nýr leikur liður í því að bjarga íslenskunni Nýr orðaleikur gerir fólki kleift að leika sér með íslenskuna og styðja um leið við þróun íslenskrar máltækni. Explo byggir á grunni Netskraflsins sem hefur notið vinsælda á Íslandi en nú stendur til að fara í útrás og bjóða upp á sambærilegan leik á öðrum tungumálum. 11.8.2023 16:53
Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11.8.2023 13:55
Útlit fyrir hægari uppbyggingu þegar fólksfjölgun nær nýjum hæðum Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum. 11.8.2023 12:22
Aðstoðuðu hóp göngufólks í sjálfheldu Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hóp göngufólks í gærkvöldi sem taldi sig vera komið í sjálfheldu í brattlendi í hlíð milli Skarðstinds og Nípukolls í Norðfirði. 11.8.2023 09:52