Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kanna mögu­leika á sam­einingu við Há­skóla Ís­lands

Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum.

Slógu met á Norður­landi í júní

Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust.

Vand­ræðin hófust þegar land var metið til fjár

Lítið samræmi hefur verið í þeim aðferðum sem notaðar eru til að mæla landeignir og algengt að stærð jarða sé ekki skráð í Fasteignaskrá. Aðferðir voru lengi vel ónákvæmar og einhver dæmi um að landeignir reynist vera tvöfalt stærri eða helmingi minni en skráð stærð.

Hafna því að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á hælis­leit­endunum

Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi.

Kæra bónda fyrir flutning á dráttar­vél

Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis.

Nýr leikur liður í því að bjarga ís­lenskunni

Nýr orðaleikur gerir fólki kleift að leika sér með íslenskuna og styðja um leið við þróun íslenskrar máltækni. Explo byggir á grunni Netskraflsins sem hefur notið vinsælda á Íslandi en nú stendur til að fara í útrás og bjóða upp á sambærilegan leik á öðrum tungumálum.

Út­lit fyrir hægari ­­upp­­byggingu þegar fólks­fjölgun nær nýjum hæðum

Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum.

Sjá meira