Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19.8.2023 14:00
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19.8.2023 10:27
Óskar og Helgi Björns bera sig vel Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi var tekjuhæsti listamaður landsins á síðasta ári með 5,5 milljónir króna að jafnaði á mánuði, samkvæmt álagningarskrá Skattsins. Þá heldur Helgi Björnsson tónlistarmaður áfram að gera það gott og var að jafnaði með fjórar milljónir króna á mánuði, miðað við greitt útsvar. 18.8.2023 18:00
Guðni Th. og Jón Gunnarsson tekjuhæstu stjórnmálamennirnir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins árið 2022. Næst á eftir koma Jón Gunnarsson, alþingismaður og þáverandi dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 18.8.2023 15:45
FIMAK stefnir í gjaldþrot og bærinn reynir að þvinga sameiningu Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. 18.8.2023 12:20
Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. 18.8.2023 11:22
Óttast að yfir sextíu hafi farist Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára. 17.8.2023 17:01
Eigi að hafa meiri áhyggjur af eignum ríkisins en erlendra auðmanna Fyrrverandi oddviti Skorradalshrepps og eigandi jarðarinnar Horns segir umræðu um landakaup erlendra ríkisborgara oft vera öfgakennda og jafnvel einkennast af fordómum. Útlendingarnir sjái yfirleitt betur um sínar jarðir en ríkið sem láti allt drabbast niður. 17.8.2023 15:37
Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. 17.8.2023 12:16
Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. 17.8.2023 11:13