Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:55 Björg Magnúsdóttir var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. „Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
„Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00
Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11