Bein útsending: Tíu sprotafyrirtæki fá fimm mínútur til að heilla fjárfesta Botninn verður sleginn í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í dag þegar fjárfestadagur fer fram í Grósku hugmyndahúsi klukkan 13. Tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr 85 umsóknum munu þar kynna hugmyndir sínar. 13.8.2021 12:31
Velta erlendra korta hátt í tvöfaldaðist milli mánaða Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi nam 23,7 milljörðum króna í júlí. Það er 14 milljarða hækkun frá sama mánuði í fyrra eða sem nemur 144 prósent aukningu. Jókst erlend velta um 11 milljarða á milli júní og júlí 2021 eða um 87 prósent. 13.8.2021 11:59
Brauð & Co opnar bílalúgu á Laugavegi Brauð & Co hyggst opna nýja verslun í húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180 í haust. Þar verður meðal annars boðið upp á afgreiðslu á brauði í gegnum bílalúgu, sem telst nýjung á Íslandi. 13.8.2021 11:05
Spá 4,2 prósent verðbólgu í ágúst Hagfræðideild Landsbankans spáir 4,2 prósent verðbólgu í ágúst en tólf mánaða verðbólga mældist 4,3 prósent í júlí. 13.8.2021 10:21
Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12.8.2021 17:11
Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12.8.2021 16:13
Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12.8.2021 10:49
Fleiri fara á yfirverði og hækkanir komnar fram úr launaþróun Framboð auglýstra íbúða heldur áfram að dragast saman á höfuðborgarsvæðinu og nemur samdrátturinn nú um 60 prósentum á einu ári. Meðalsölutími íbúða styttist enn og hefur aldrei verið styttri. 12.8.2021 10:42
Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. 12.8.2021 07:01
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00. 11.8.2021 16:36