Leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað. 8.9.2021 15:23
Slíta viðræðum sérfræðilækna við sjúkratryggingar Læknafélag Reykjavíkur hefur tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið. 8.9.2021 12:21
Senda skýr skilaboð til næstu ríkisstjórnar Stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja mikilvægast að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrirtækja. Einnig er mikið ákall eftir að skilvirkni verði aukin í framkvæmd eftirlits opinberra aðila. 8.9.2021 12:07
Kaupa allt hlutafé í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur fest kaup á öllu hlutafé í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center, sem rekur upplýsingaveitu fyrir sjávarútveg. 8.9.2021 11:46
Tekur við stjórn Ilvu og fer beint í að flytja verslunina frá Korputorgi Kristján Geir Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri húsgagnaverslunarinnar Ilvu og hefur þegar hafið störf. Kristján Geir var áður framkvæmdastjóri Odda, Kassagerðar Reykjavíkur og sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus. 8.9.2021 10:48
Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. 8.9.2021 08:00
Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember. 7.9.2021 16:33
Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7.9.2021 15:43
Costco á Íslandi hagnaðist um 463 milljónir Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára. 7.9.2021 13:58
Sjómenn slíta viðræðum: „Vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það“ Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá því í lok 2019. 7.9.2021 10:14