Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 11.8.2021 14:33
Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. 11.8.2021 13:42
Sóttu kalda strandaglópa við Blöndu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum vegna slysa og veikinda í gær. Í fyrrinótt var áhöfnin á TF-EIR kölluð út vegna fólks sem varð strandaglópar við Blöndu eftir bílveltu. 11.8.2021 11:51
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11.8.2021 10:50
Vill rjúfa þing á fimmtudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja til við forseta Íslands að þing verði rofið fimmtudaginn 12. ágúst. Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi. 10.8.2021 16:58
200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. 10.8.2021 16:14
Kynntist félaginu sem bankastarfsmaður og tekur við sem framkvæmdastjóri Magnús Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferro Zink hf. og mun hefja störf um miðjan ágúst. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi frá HR. 10.8.2021 14:44
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10.8.2021 13:46
Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10.8.2021 13:20
Ekki ástæða til að herða aðgerðir á meðan flestir eru með væg einkenni Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari innanlandsaðgerða á meðan faraldurinn valdi mestmegnis tiltölulega vægum einkennum hjá bólusettu fólki. Hann telur þó óráðlegt að slaka á aðgerðum eins og staðan er núna. 10.8.2021 12:12