Advania festir kaup á Visolit og tvöfaldar starfsmannafjöldann Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur fest kaup á norræna fyrirtækinu Visolit. Við kaupin tvöfaldast starfsmannafjöldinn og verður sameinað fyrirtæki með um 2.400 starfsmenn og 120 milljarða króna veltu, að sögn Advania. 10.8.2021 10:14
Jónas Þórir Þórisson er látinn Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987. 10.8.2021 09:23
Fjórtán greinst með Covid-19 þrátt fyrir þriðja skammtinn Fjórtán Ísraelsmenn hafa greinst með Covid-19 þrátt fyrir að hafa fengið þriðja skammtinn af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu. 9.8.2021 17:07
Öll sýni neikvæð á hjúkrunarheimilinu Dyngju eftir að starfsmaður greindist Enginn starfsmaður eða heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með Covid-19 eftir að starfsmaður greindist fyrir helgi. 9.8.2021 16:45
Eldur kviknaði í bílum í Laugardal Tilkynnt var um eld í bifreið á bílastæði við Skautahöllina í Reykjavík á þriðja tímanum í dag og teygði eldurinn sig í tvo nálæga bíla. 9.8.2021 15:26
Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. 9.8.2021 14:51
Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. 9.8.2021 13:10
Banaslys varð í Stöðvarfirði í gær Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. 9.8.2021 11:15
Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. 9.8.2021 10:59
Stjörnurnar streyma til Íslands í auglýsingatökur Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule. 9.8.2021 10:02