Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 2.9.2021 22:55
Hátt í sjötíu björgunarsveitarmenn leita fjallgöngumanns á Austfjörðum Leit stendur yfir af manni sem lagði af stað í fjallgöngu á Strandatindi á Seyðisfirði í morgun. Maðurinn er einn á ferð en óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar félagar hans misstu við hann símasamband um hádegisbil. 2.9.2021 19:21
Krefjast að kynferðisafbrotamálum verði ekki pakkað ofan í skúffu Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag. 2.9.2021 18:29
Eldur kviknaði í Hátúni Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hátúni í Reykjavík í kvöld. Gekk greiðlega að ná niðurlögum eldsins sem var bundinn við eitt herbergi. 1.9.2021 23:43
Bíll valt á Reykjanesbraut Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt. 1.9.2021 23:16
„Ég styð þolendur, alltaf allsstaðar“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis. 1.9.2021 21:37
Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði þar sem leki hefur komið upp í heitavatnslögnum við Hlíðarberg, Vesturgötu og Öldugötu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi en ekki sést lengur vatn á yfirborði. 1.9.2021 18:33
Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. 1.9.2021 17:52
Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1.9.2021 07:00
Krónan afnemur grímuskyldu Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu. 31.8.2021 19:49