Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5.8.2021 23:35
Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5.8.2021 22:51
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5.8.2021 21:46
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu á Biskupshálsi Einn er talinn vera alvarlega slasaður eftir að bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum sem fór fram af háum bakka og tók nokkrar veltur utan vegar. 5.8.2021 18:52
Engin þyrla tiltæk þegar óskað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna slyss Karlmaður slasaðist þegar fjórhjól hans fór fram af skurðarbarmi í Vestur-Landeyjum skammt frá Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en engin af þremur þyrlum hennar hefur verið til taks í rúman sólarhring vegna bilana. 5.8.2021 17:32
Dineout í útrás með aðstoð Tix Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. 4.8.2021 23:47
Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á sóttvarnalækni Nú styttist í að stjórnvöld tilkynni hvort ráðist verði í frekari samkomutakmarkanir innanlands til að bregðast við hröðum vexti faraldursins. Ráðherrar hafa fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum síðustu daga áður en ákvörðun er tekin um næstu aðgerðir. 4.8.2021 22:21
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11. 4.8.2021 21:13
Stjórnvöld í Japan opinbera nöfn þeirra sem brjóta sóttvarnareglur Japönsk stjórnvöld birtu á mánudag nöfn þriggja einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn sóttkvíarskyldu við komuna til landsins. Samkvæmt gildandi reglum þurfa allir farþegar sem koma erlendis frá að sæta tveggja vikna sóttkví og nær það einnig til japanskra ríkisborgara. 4.8.2021 19:28
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4.8.2021 17:47