Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 12:00 Mikil óvissa ríkir um réttindi kvenna í Afganistan eftir yfirtöku Talibana. Getty/Louise OLIGNY Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01
Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52