Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Virti tilmæli lögreglu að vettugi

Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku.

Play tekur á móti nýrri far­þega­þotu í næstu viku

Flugfélagið Play mun taka á móti þriðju Airbus A321neo farþegaþotu sinni í næstu viku. Þessa daganna er unnið að því að klára undirbúning áður en flugvélin kemur til Íslands og reikna stjórnendur með að taka hana til notkunar snemma í ágúst.

Tvöfalt fleiri hótelgistinætur en í fyrra

Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða fjölgaði um 64 prósent í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 108 prósent milli ára, um 62 prósent á gistiheimilum og um 37 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við tjaldsvæði og orlofshús.

Bára ætlar í fram­boð fyrir Sósíal­ista­flokkinn

Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni og uppljóstrari, hyggst gefa kost á sér á lista Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Bára vakti mikla athygli árið 2018 þegar hún steig fram sem uppljóstrarinn á Klausturbar þar sem hún tók upp afdrifaríkar samræður þingmanna.

Sjá meira