580 milljóna króna viðsnúningur hjá Valitor Hagnaður greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor nam 19,9 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2021. Um er að ræða tæplega 580 milljóna króna viðsnúning milli ára en félagið skilaði 560 milljóna króna tapi á sama tíma í fyrra. 29.7.2021 13:56
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29.7.2021 11:09
Minnst 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29.7.2021 10:43
Óska eftir fólki án heilbrigðismenntunar vegna álags í sýnatöku Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. 29.7.2021 10:14
Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr. 29.7.2021 08:50
Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. 29.7.2021 07:19
Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28.7.2021 14:53
Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28.7.2021 10:44
Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28.7.2021 09:10
Halldóru verði falið að leiða stjórnarmyndunarviðræður Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, hefur verið falið að leiða stjórnarmyndunarviðræður flokksins eftir komandi alþingiskosningar. 28.7.2021 08:34