Allt að 143 prósenta verðmunur í verðkönnun ASÍ Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 15:25 Bónus var oftast með lægstu verðin. Vísir/Vilhelm Bónus var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru. Iceland var oftast með hæsta verðið. Bónus var með lægsta verðið í 94 tilvikum en Krónan næst oftast eða í 12 tilvikum. Iceland var með hæsta verðið í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum. Könnunin fór fram þann 8. september. Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135 en í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur. Munaði mestu í frystivörum Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38 til 143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum en þá var lægsta verðið í Bónus eða 498 kr/kg en hæst í Heimkaup eða 1.209 kr/kg. Allt að 105% verðmunur var á brauð- og kornvöru og var mestur verðmunur á Jacob‘s tekexi eða 105%. Þar var verðið aftur lægst í Bónus og hæst í Heimkaup. Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér fyrir neðan en hægt er að velja milli vöruflokka fyrir ofan töfluna. Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg. Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu var hann tekinn til greina. Nánar er fjallað um könnunina á vef ASÍ. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Að sögn verðlagseftirlits ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Tengdar fréttir Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bónus var með lægsta verðið í 94 tilvikum en Krónan næst oftast eða í 12 tilvikum. Iceland var með hæsta verðið í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum. Könnunin fór fram þann 8. september. Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135 en í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur. Munaði mestu í frystivörum Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38 til 143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum en þá var lægsta verðið í Bónus eða 498 kr/kg en hæst í Heimkaup eða 1.209 kr/kg. Allt að 105% verðmunur var á brauð- og kornvöru og var mestur verðmunur á Jacob‘s tekexi eða 105%. Þar var verðið aftur lægst í Bónus og hæst í Heimkaup. Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér fyrir neðan en hægt er að velja milli vöruflokka fyrir ofan töfluna. Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg. Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu var hann tekinn til greina. Nánar er fjallað um könnunina á vef ASÍ. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Að sögn verðlagseftirlits ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Tengdar fréttir Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53
Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47