Rak eiginmanninn út á gaddinn til að upplifa töfrabragð kjörstjóra Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 23:29 Veiran leiddi Dagný Guðjónsdóttur og Viðar Ævarsson í óvenjulegt ævintýri. Aðsend Dagný Guðjónsdóttir þurfti að hafa aðeins meira fyrir því að nýta kosningaréttinn í dag en flestir aðrir. Kjördagur lenti á sjöunda degi einangrunar og áður en hún vissi af var fresturinn til að sækja um heimakosningu runninn út. Eini kosturinn í stöðunni var þá að fara á bílnum niður á Skarfabakka þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði útbúið sérstakan bílakjörstað. Við tók óvenju eftirminnilegur kjördagur en eiginmaður hennar Viðar Ævarsson glímir sömuleiðis við farsóttina. „Við vorum eitthvað að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara tvær ferðir þarna niður eftir því það má enginn vera með þér í bílnum þegar þú ert að kjósa. Við vorum eitthvað að leika okkur með að setja þetta upp og pæla hvort annað okkar ætti að vera í skottinu á meðan hinn kýs,“ segir Dagný í samtali við Vísi. Niðurstaðan varð þó sú að þau færu saman á bílnum en annað þeirra myndi bíða úti á meðan hinn helmingurinn greiddi atkvæði. Ekki var lagt af stað fyrr en búið var að útbúa miða til að upplýsa samborgara um að bílinn væri veirubæli ef þau þyrftu að eiga samskipti við laganna verði eða lentu í árekstri. Þá var lagt af stað. Tveir gátu kosið í einu á Skarfabakka. Dagný Guðjónsdóttir „Ég henti honum út á Skerjagarði og legg svo sjálf af stað í bílaröðina. Svo kem ég að gámi þar sem þú auðkennir þig. Þá rak ég pínulitla ökuskírteinið mitt út í glugga og þakka bara fyrir góða sjón mannsins í gámnum. Svo var þetta eitthvað hálfgert tákn með tali og hann réttir upp blað til að spyrja mig hvort ég væri ein í bílnum.“ Næst var keyrt inn í eitthvað sem Dagný getur best lýst sem „stoðum með segli“ þar sem unglingar sáu um að loka tjaldinu á eftir bílnum. Þar stóð fulltrúi sýslumanns með kjörseðil og hófust látbrögðin á ný. Dagný var sagt að skrifa niður hvaða flokk hún ætlaði að kjósa og hún rak blaðið í rúðuna. Næst vildi kjörstjórinn fullvissa hana um að ekkert væri í umslaginu og að framkvæmdin væri með öllu í samræmi við lög og reglur. „Þetta voru allt ægilegar serimóníur. Þetta var eins og hálfgert töfrabragð þar sem hún sagði: „Sjáðu hér er ekkert og nú er kominn miði!" Mig langaði svo að vera með GoPro myndavél á hausnum í þessum aðstæðum,“ segir Dagný létt í bragði. Reynt var að viðhalda leynd kosninganna. Dagný Guðjónsdóttir Þurfti að bakka út Eftir að kjörstjórinn innsiglaði umslagið var komið að því að bakka út úr tjaldinu en svo óheppilega vildi til að það var einungis opið í annan endann. „Þá er komin bílaröð fyrir aftan þig og einhver gámur þarna. Ég hugsaði bara með mér að það væri pottþétt einhver að fara að keyra á stoðirnar eða á gáminn þar sem fólk er nú misgott að bakka.“ Dagný og bílinn komust þó heil frá því verkefni og þá var komið að því að sækja eiginmanninn sem var að krókna úr kulda standandi á höfninni. „Þá hoppaði ég út úr bílnum og þurfti að bíða þarna á labbinu. Þá komu einhverjir ferðamenn með myndavél gangandi á móti mér og ég tek einhverja stóra sveiga þarna. Svo kláraði hann auðvitað sitt og við fórum heim og hlógum mikið.“ Hjónin vildu gera öllum ljóst að það væri í raun annar farþegi í bílnum. Dagný Guðjónsdóttir Leggur til úrbætur Dagný segir að hún geti ekki neitað því að þessi reynsla hafi verið eftirminnileg og býður sýslumanni nokkrar tillögur að úrbótum. „Ég botna ekki alveg af hverju það var bara opið í annan endann. Auðvitað áttir þú að keyra þarna inn, ganga frá þínu og fara út hinum megin en ekki bakka þarna aftur út þegar það er röð fyrir aftan þig.“ Þá sé undarlegt að ekki hafi verið hægt að leysa bílakosninguna af hólmi árið 2021 með einhverjum rafrænum kosningalausnum á sama tíma og hver einasti maður er kominn með rafræn skilríki. Stórmerkilegur fjandi Dagný er nú á sjöunda degi einangrunar og segir að heilsan hafi verið frekar dapurleg síðustu daga. Það séu vissulega vonbrigði að veiran hafi lagst svo hart á hana þrátt fyrir að vera bólusett. „Þetta er stórmerkilegur fjandi, það er ekki hægt að segja annað.“ Á tímum sem þessum sé þó gott að geta séð húmorinn í óvenjulegum aðstæðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Eini kosturinn í stöðunni var þá að fara á bílnum niður á Skarfabakka þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði útbúið sérstakan bílakjörstað. Við tók óvenju eftirminnilegur kjördagur en eiginmaður hennar Viðar Ævarsson glímir sömuleiðis við farsóttina. „Við vorum eitthvað að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara tvær ferðir þarna niður eftir því það má enginn vera með þér í bílnum þegar þú ert að kjósa. Við vorum eitthvað að leika okkur með að setja þetta upp og pæla hvort annað okkar ætti að vera í skottinu á meðan hinn kýs,“ segir Dagný í samtali við Vísi. Niðurstaðan varð þó sú að þau færu saman á bílnum en annað þeirra myndi bíða úti á meðan hinn helmingurinn greiddi atkvæði. Ekki var lagt af stað fyrr en búið var að útbúa miða til að upplýsa samborgara um að bílinn væri veirubæli ef þau þyrftu að eiga samskipti við laganna verði eða lentu í árekstri. Þá var lagt af stað. Tveir gátu kosið í einu á Skarfabakka. Dagný Guðjónsdóttir „Ég henti honum út á Skerjagarði og legg svo sjálf af stað í bílaröðina. Svo kem ég að gámi þar sem þú auðkennir þig. Þá rak ég pínulitla ökuskírteinið mitt út í glugga og þakka bara fyrir góða sjón mannsins í gámnum. Svo var þetta eitthvað hálfgert tákn með tali og hann réttir upp blað til að spyrja mig hvort ég væri ein í bílnum.“ Næst var keyrt inn í eitthvað sem Dagný getur best lýst sem „stoðum með segli“ þar sem unglingar sáu um að loka tjaldinu á eftir bílnum. Þar stóð fulltrúi sýslumanns með kjörseðil og hófust látbrögðin á ný. Dagný var sagt að skrifa niður hvaða flokk hún ætlaði að kjósa og hún rak blaðið í rúðuna. Næst vildi kjörstjórinn fullvissa hana um að ekkert væri í umslaginu og að framkvæmdin væri með öllu í samræmi við lög og reglur. „Þetta voru allt ægilegar serimóníur. Þetta var eins og hálfgert töfrabragð þar sem hún sagði: „Sjáðu hér er ekkert og nú er kominn miði!" Mig langaði svo að vera með GoPro myndavél á hausnum í þessum aðstæðum,“ segir Dagný létt í bragði. Reynt var að viðhalda leynd kosninganna. Dagný Guðjónsdóttir Þurfti að bakka út Eftir að kjörstjórinn innsiglaði umslagið var komið að því að bakka út úr tjaldinu en svo óheppilega vildi til að það var einungis opið í annan endann. „Þá er komin bílaröð fyrir aftan þig og einhver gámur þarna. Ég hugsaði bara með mér að það væri pottþétt einhver að fara að keyra á stoðirnar eða á gáminn þar sem fólk er nú misgott að bakka.“ Dagný og bílinn komust þó heil frá því verkefni og þá var komið að því að sækja eiginmanninn sem var að krókna úr kulda standandi á höfninni. „Þá hoppaði ég út úr bílnum og þurfti að bíða þarna á labbinu. Þá komu einhverjir ferðamenn með myndavél gangandi á móti mér og ég tek einhverja stóra sveiga þarna. Svo kláraði hann auðvitað sitt og við fórum heim og hlógum mikið.“ Hjónin vildu gera öllum ljóst að það væri í raun annar farþegi í bílnum. Dagný Guðjónsdóttir Leggur til úrbætur Dagný segir að hún geti ekki neitað því að þessi reynsla hafi verið eftirminnileg og býður sýslumanni nokkrar tillögur að úrbótum. „Ég botna ekki alveg af hverju það var bara opið í annan endann. Auðvitað áttir þú að keyra þarna inn, ganga frá þínu og fara út hinum megin en ekki bakka þarna aftur út þegar það er röð fyrir aftan þig.“ Þá sé undarlegt að ekki hafi verið hægt að leysa bílakosninguna af hólmi árið 2021 með einhverjum rafrænum kosningalausnum á sama tíma og hver einasti maður er kominn með rafræn skilríki. Stórmerkilegur fjandi Dagný er nú á sjöunda degi einangrunar og segir að heilsan hafi verið frekar dapurleg síðustu daga. Það séu vissulega vonbrigði að veiran hafi lagst svo hart á hana þrátt fyrir að vera bólusett. „Þetta er stórmerkilegur fjandi, það er ekki hægt að segja annað.“ Á tímum sem þessum sé þó gott að geta séð húmorinn í óvenjulegum aðstæðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira