Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 08:00 Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, treystir því að starfsfólk kjörstjórna geri sér grein fyrir skyldum sínum. Samsett Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26
Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19