Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 08:00 Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, treystir því að starfsfólk kjörstjórna geri sér grein fyrir skyldum sínum. Samsett Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26
Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent