Ekki talin ástæða til rýminga á Seyðisfirði Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 17:29 Hér sést það svæði í hlíðinni sem er á hreyfingu. Ljósmyndin er tekin í desember 2020. Ríkislögreglustjóri/Veðurstofan Ekki er talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Fulltrúar Veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings funduðu í dag vegna úrkomuspár á Austurlandi. Samkvæmt henni má búast við úrkomu á Austfjörðum næstu tvo sólarhringa og gefin hefur verið út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vindaspá gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt með 8 til 12 metrum á sekúndu. Þessi vindátt skapar úrkomuskugga á Seyðisfirði þar sem fjallgarðurinn skýlir svæði fyrir úrkomu. Vegna þessa er því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hryggurinn milli skriðusársins og Búðarár er enn á hreyfingu þó hægt hafi á henni. Einn spegill sýnir að stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 millmetra í gærkvöldi en sú hreyfing hefur ekki náð til annarra spegla á svæðinu. Allar líkur á að efnið muni ekki valda tjóni á mannvirkjum Úrkoma næstu daga kann að verða til þess að einhver hluti hryggsins fari af stað. Sem fyrr er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu sökum þess hversu sprunginn hann er og gliðnaður. Útreikningar sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði efnið til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hryggurinn fari allur í einu. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar að sögn almannavarna og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verður aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42 Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Samkvæmt henni má búast við úrkomu á Austfjörðum næstu tvo sólarhringa og gefin hefur verið út úrkomu- og skriðuviðvörun á sunnanverðum Austfjörðum. Vindaspá gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt með 8 til 12 metrum á sekúndu. Þessi vindátt skapar úrkomuskugga á Seyðisfirði þar sem fjallgarðurinn skýlir svæði fyrir úrkomu. Vegna þessa er því ekki talin ástæða til rýmingar húsa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Hryggurinn milli skriðusársins og Búðarár er enn á hreyfingu þó hægt hafi á henni. Einn spegill sýnir að stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 millmetra í gærkvöldi en sú hreyfing hefur ekki náð til annarra spegla á svæðinu. Allar líkur á að efnið muni ekki valda tjóni á mannvirkjum Úrkoma næstu daga kann að verða til þess að einhver hluti hryggsins fari af stað. Sem fyrr er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu sökum þess hversu sprunginn hann er og gliðnaður. Útreikningar sýna að allar líkur eru á að varnargarðar og safnþró leiði efnið til sjávar og án þess að valda tjóni á mannvirkjum, jafnvel þó hryggurinn fari allur í einu. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar að sögn almannavarna og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verður aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42 Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags. 15. október 2021 16:42
Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands. 13. október 2021 07:13