Hraðamyndavélar teknar í notkun í kjölfar fjölda slysa Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 10:45 Búið var að setja myndavélarnar upp í vor. Samsett Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun á Hörgárbraut á Akureyri í dag en vegarkaflinn tilheyrir Þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum bæinn. Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina. Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina.
Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10
„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05
Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47
Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35