Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Al­var­legast hvernig staðið var að vörslu kjör­gagna

Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær.

Ólafur Arnalds til­­­nefndur til tveggja Gram­­my-verð­­launa

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. 

Orku­veitan hagnaðist um ellefu milljarða

Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 10,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður nam 744 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. 10,6 milljarða króna sveifla var í verðmæti langtíma raforkusölusamninga OR á tímabilinu vegna hækkunar álverðs.

Hand­tekinn eftir að hann veittist að samnemanda

Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja var handtekinn í skólanum um hádegisbil í dag. Þetta staðfestir Guðlaug Pálsdóttir skólameistari í samtali við Vísi og segir að nemandi hafi veist að samnemanda sínum.

Spá því að fólk snúi aftur í verð­tryggð hús­næðis­lán

Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.

Lands­virkjun hagnaðist um þrettán milljarða

Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra.

Sjá meira