Spá hjaðnandi verðbólgu Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 11:57 Verð á mat- og drykkjavörum hækkaði um 0,7% milli nóvember og desember samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2% í janúar og tólf mánaða verðbólga mælist 5,0% í janúar. Hún var 5,1% í desember. Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði. Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði.
Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35
Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51