Ætla að sitja við sinn keip Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:39 Lögreglan mun áfram birta færslur og myndir á Facebook. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna. Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“ Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“
Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent