Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. 17.6.2023 18:01
Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. 17.6.2023 12:01
„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. 16.6.2023 20:08
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16.6.2023 10:51
Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. 14.6.2023 23:01
Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. 14.6.2023 21:17
Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. 14.6.2023 11:33
Koma börnum í erfiðri stöðu til aðstoðar Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut. 13.6.2023 20:31
Forsetinn leitar eiganda lyklakippu í hverfisgrúbbu á Facebook Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fann lykla er hann var úti að skokka í morgun og leitar nú eigenda þeirra. Lyklana geymir hann á Bessastöðum og auglýsti hann eftir eiganda þeirra í hverfishóp Álftnesinga á Facebook. 13.6.2023 17:06
Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. 13.6.2023 11:47