Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 14:55 Unnið að því að verka hval hjá Hval hf.. Vísir/Egill Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska. Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira