Húsfélag ekki skaðabótaábyrgt vegna myglu í séreign Kærunefnd húsamála metur sem svo að húsfélag sé ekki skaðabótaábyrgt vegna tjóns í íbúð manns í fjölbýlishúsi. Forsvarsmenn húsfélagsins hafi ekki vanrækt skyldur sínar gagnvart eigendum í húsinu. 17.4.2024 15:06
Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. 17.4.2024 13:41
Fleiri gifta sig hjá sýslumanni en í kirkju Árið 2023 stofnuðu 2.095 manns til hjúskapar hjá sýslumanni en 1.650 manns hjá Þjóðkirkjunni. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fleiri ganga í hjónaband þar en í kirkjunni. 17.4.2024 10:58
Landlæknir rannsaki ummæli formanns Geðlæknafélagsins ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands. 17.4.2024 10:37
Á leið með skipið til Húsavíkur Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 16.4.2024 16:55
Systkinin í Celebs frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar Suðureyrska systkinahljómsveitin Celebs frumfluttu lag sitt Spyrja eftir þér í Hlíðskóla í dag við mikla kátínu gesta. Texti lagsins er byggður á svörum barna í verkefni um lýðræði. 16.4.2024 16:17
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16.4.2024 14:11
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16.4.2024 11:39
Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. 16.4.2024 11:03
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16.4.2024 09:50