Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Jóhannes Svavar Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Vísir/Stefán Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira