„Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 11:42 Friðrik Ólafsson er látinn, níræður að aldri. Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar. Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar.
Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56
Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30
Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01
Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06