Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1.5.2022 12:00
Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur. 30.4.2022 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart. 30.4.2022 18:00
Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. 26.4.2022 19:00
Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26.4.2022 13:00
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24.4.2022 08:00
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20.4.2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20.4.2022 13:30
Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19.4.2022 20:01
Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19.4.2022 19:21