Þrír bestu samherjar Emils hjá félagsliðum hafa allir spilað með stórliðum Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. 27.3.2020 10:45
Óeining innan leikmannahóps Barcelona um launalækkun vegna kórónuveirunnar Spænski miðillinn Sport greinir frá því að allir leikmenn Barcelona séu ekki sammála því um að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar en félagið hefur beðið leikmennina um að taka á sig lækkunina. 27.3.2020 08:30
Emil valdi þrjá bestu samherjana á fimmtán ára landsliðsferli sem er ekki lokið Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður til fimmtán ára, var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Emil spjallaði við Ríkharð Óskar Guðnason og fóru þeir yfir víðan völl. 27.3.2020 08:00
Úrslitaleikur enska bikarsins gæti farið fram í október Úrslitaleikur enska bikarsins gæti farið fram í október en þetta kemur fram eftir fund enska knattspyrnusambandsins í gær. Þar voru allar utandeildirnar blásnar af og úrslitin látin standa eins og þau eru núna. 27.3.2020 07:30
Þýsku risarnir koma öðrum félögum til bjargar Bayern München, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Bayer Leverkusen hafa ákveðið að leggja til átján milljónir punda til þess að hjálpa knattspyrnufélögum í efstu tveimur deildunum í Þýskalandi. 27.3.2020 07:00
Dagskráin í dag: Dominos Körfuboltakvöld í nýjum búning, magnaðar rimmur Grindavíkur og KR og Íslandsmeistaratitill Selfoss Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. 27.3.2020 06:00
Gylfi að fá samherja frá Lille? Everton er eitt af fjórum félögum sem hafa áhuga á að fá varnarmanninn Gabriel Magalhaes en hann er á mála hjá Lille í Frakklandi. 26.3.2020 23:00
Maðurinn sem vann EM með Frakkland í fyrsta skipti er látinn Michel Hidalgo er látinn 87 ára að aldri. Michel stýrði franska landsliðinu frá 1976 til 1984 og var meðal annars við stjórnvölinn er þeir unnu sinn fyrsta stóra titil, Evrópumótið 1984. 26.3.2020 22:00
Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26.3.2020 21:00
Neville hlustaði ekki á ráðleggingar Ferguson og skömmu síðar var hann rekinn Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og stjóri Valencia á Spáni, segir að hann hafi hunsað ráðleggingar frá læriföður sínum Sir Alex Ferguson er hann stýrði Valencia. 26.3.2020 20:00