Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í knattspyrnu. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira