Segir að litið verði á Liverpool sem meistara sama hvað gerist Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, segir að sama hvað gerist á Englandi þá munu allir muna eftir þessu tímabili að Liverpool hafi orðið meistari. Hann óttast ekki að menn gleymi því. 10.5.2020 10:30
Þriðji leikmaður Brighton greindist með veiruna Þrír leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton hafa nú greinst með kórónuveiruna en enska úrvalsdeildin stefnir á að hefja leik aftur í júní. Það verður fróðlegt að sjá hvort það takist. 10.5.2020 09:45
Real ekki byrjað að æfa en Jovic meiddur og frá í tvo mánuði Luka Jovic, framherji Real Madrid, hefur ekki átt sjö daganna sæla að undanförnu. Hann var gripinn á röltinu í heimalandinu, Serbíu, er útgöngubann ríkti þar í landi og nú er hann meiddur. 9.5.2020 16:30
Chiellini vildi slá Balotelli utan undir Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins, ber litla sem enga virðingu fyrir Mario Balotelli og segir að hann hafi verið reglulega til vandræða. 9.5.2020 15:45
Liverpool út ferilinn eða aftur til Celtic Hinn 26 ára vinstri bakvörður Liverpool, Andrew Robertson, hefur hug á því að spila með Liverpool út ferilinn. Þetta sagði hann í samtali við Peter Crouch í hlaðvarpi þess síðarnefnda. 9.5.2020 15:00
Strákarnir fá leyfi til að byrja í Danmörku en ekki stelpurnar Það er eðlilega ekki mikil gleði á meðal forráðamanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir nýjustu tíðindin þar í landi vegna kórónuveirunnar. 9.5.2020 14:15
Skotmark Man. United og Real má yfirgefa Ajax Edwin van der Sar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajxax, hefur staðfest að miðjumaðurinn Donny vaan de Beek geti yfirgefið félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar en þó bara fyrir ákveðna upphæð. 9.5.2020 13:30
„Trúi ekki öðru en að Gunnar berjist á þessu ári“ Pétur Marinó Jónsson, einn helsti bardagaspekingur landsins, býst við því að Gunnar Nelson muni berjast aftur á þessu ári. Þetta sagði hann í samtali við Sportið í dag í gær. 9.5.2020 12:45
Úr Keflavík í Hauka Haukar hafa styrkt sig í Dominos-deild kvenna en Irena Sól Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún kemur frá Keflavík. 9.5.2020 11:58
Tíminn í Ástralíu það skemmtilegasta sem Fanndís hefur upplifað í fótbolta Fanndís Friðriksdóttir er opin fyrir því að spila aftur í ástralska boltanum en hún segir það einn skemmtilegasta tíma sinn í fótboltanum. 9.5.2020 11:52