Gott gengi Ólafíu heldur áfram Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, heldur áfram að spila vel í byrjun íslenska golfsumarsins en hún leiðir með einu höggi eftir fyrsta hringinn á Golfbúðarmótinu sem fer fram á Suðurnesjunum um helgina. 5.6.2020 19:49
Fékk morðhótanir eftir æfingaleik í Grindavík Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri Grindavíkur, segist hafa fengið morðhótun erlendis frá, frá erlendum veðmálaspilara, eftir æfingaleik Grindavíkur og ÍR í fótbolta á dögunum. 5.6.2020 19:30
Aron Snær leiðir óvænt í karlaflokki Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er með tveggja högga forystu á Golfbúðarmótinu sem er annað mót keppnistímabilsins á stigamótaröð GSÍ. 5.6.2020 18:46
Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5.6.2020 18:00
Bikarmeistararnir skrifa undir samning við fimm leikmenn Bikarmeistarar Víkings skrifuðu í dag undir samninga við fimm leikmenn en tveir þeirra áttu stóran þátt í bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Einn snýr svo aftur heim, einn er fenginn að láni og einn hefur spilað með öðrum flokki félagsins undanfarin ár. 5.6.2020 17:00
„Draumar KA um Evrópusæti eru fráleitir“ Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, segir að draumar KA um að komast í Evrópusæti séu fráleitir en það muni hjálpa liðinu að Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, sé á sínu öðru ári með liðið. 5.6.2020 07:00
Mjólkurbikarinn fer af stað: Slagurinn um Ísafjörð og beint frá Bessastaðavelli Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. 5.6.2020 06:30
Dagskráin í dag: Markahrókar rifja upp bestu mörkin og Ronnie Coleman á Íslandi Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. 5.6.2020 06:00
„Voru með 150 í púls þegar þeir voru að fara sofa“ Tveir af spekingum Pepsi Max-markanna í sumar, Þorkell Máni Pétursson og Sigurvin Ólafsson, eru sammála því að Skagamenn muni ekki lenda í fallbaráttu í sumar og gætu þeir mögulega unnið „neðri deild“ Pepsi Max-deildarinnar. 4.6.2020 22:00
Gaupi og Maggi Bö tóku stöðuna á Meistaravöllum: „Til þess var ég fenginn hingað“ Meistarakeppni KSÍ fer fram um helgina er Íslandsmeistarar KR fá bikarmeistara Víkinga í heimsókn en leikið verður á iðagrænum Meistaravöllum. 4.6.2020 21:00