Mjólkurbikarinn fer af stað: Slagurinn um Ísafjörð og beint frá Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2020 06:30 Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. Selfoss og Snæfell annars vegar og ÍR og KÁ hins vegar sparka fótboltasumrinu sparka fótboltanum af stað í kvöld klukkan 19.15 en búast má við því að 2. deildarliðin Selfoss og ÍR klári þau einvígi. Síðar í kvöld er svo flautað til leiks í Fagralundi, nánar tiltekið klukkan 20.00, er 2. deildarlið Njarðvíkur heimsækir reynslumikið lið Smára, þar sem gamlar kemur úr Kópavogi spila saman. Um helgina er svo aragrúi af leikjum í 1. umferðinni en úrvalsdeildarfélögin koma ekki inn fyrr en í 3. umferðinni, sem heitir 32-liða úrslit. Fram að því berjast liðin í 1. til 4. deild um hin tuttugu sætin en Lengjudeildarliðin koma inn bæði í 1. og 2. umferð, eftir því hvar þau enduðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Leikur Álftanes og Fram verður meðal annars sýndur í beinni á Stöð 2 Sport á morgun í 1. umferðinni en leikið verður á Bessastaðavelli klukkan 14.00. í 2. umferðinni er svo stórleikur Grindavíkur og ÍBV sýndur beint en önnur umferðin fer fram um aðra helgi. Mjólkurbikarinn fer af stað um helgina @mjolkurbikarinn @FAlftanes @framiceland Laugardag 13:50 Opin dagskrá pic.twitter.com/7g0sv5wKIK— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 4, 2020 Mjólkurbikar karla (1. umferð): Föstudagurinn 5. júní: Selfoss - Snæfell ÍR - KÁ Smári - Njarðvík Laugardagur 6. júní: KV - Kári Vængir Júpiters - KH Hvíti riddarinn - KFS Haukar - Elliði Vatnaliljur - Afturelding Álftanes - Fram Dalvík/Reynir - KF Hörður - Vestri Skallagrímur - Ýmir Þróttur Vogum - Ægir Kría - Hamar Höttur/Huginn - Sindri Mídas - KM KFG - KB Þróttur R. - Álafoss Sunnudagurinn 7. júní: KFR - GG SR - Uppsveitir Ísbjörninn - Björninn Tindastóll - Kormákur/Hvöt KFB - Víðir ÍH - Berserkir Samherjar - Nökkvi Stokkseyri - Afríka Árborg - Augnablik Léttir - Reynir S. Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar karla má sjá hér. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR er liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.vísir/daníel Stelpurnar byrja á sunnudaginn er ÍR og Álftanes mætast en það er 1. umferðin hjá stelpunum. Hamar og ÍA spila einnig á sunnudaginn sem og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Hömrunum. Spilaðar eru tvær umferðir áður en komið er inn í 16-liða úrslitin en þá koma liðin úr Pepsi Max-deildinni inn í keppnina. Fyrsta umferðin hjá stelpunum fer fram á sunnudag og mánudag, önnur umferðin helgina á eftir og 16-liða úrslitin fara svo fram helgina 10. til 11. júlí. Mjólkurbikar kvenna (1. umferð): Sunnudagurinn 7. júní: ÍR - Álftanes Hamar - ÍA Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir-HamrarnirMánudagurinn 8. júní: Afturelding - HK Fjölnir - Augnablik Grótta - Víkingur R. Fram - Grindavík Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar kvenna má sjá hér. Keyrum þetta í gang! #mjólkurbikarinn @Fotboltinet @St2Sport pic.twitter.com/XB2hrgXQQl— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) June 3, 2020 Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. Selfoss og Snæfell annars vegar og ÍR og KÁ hins vegar sparka fótboltasumrinu sparka fótboltanum af stað í kvöld klukkan 19.15 en búast má við því að 2. deildarliðin Selfoss og ÍR klári þau einvígi. Síðar í kvöld er svo flautað til leiks í Fagralundi, nánar tiltekið klukkan 20.00, er 2. deildarlið Njarðvíkur heimsækir reynslumikið lið Smára, þar sem gamlar kemur úr Kópavogi spila saman. Um helgina er svo aragrúi af leikjum í 1. umferðinni en úrvalsdeildarfélögin koma ekki inn fyrr en í 3. umferðinni, sem heitir 32-liða úrslit. Fram að því berjast liðin í 1. til 4. deild um hin tuttugu sætin en Lengjudeildarliðin koma inn bæði í 1. og 2. umferð, eftir því hvar þau enduðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Leikur Álftanes og Fram verður meðal annars sýndur í beinni á Stöð 2 Sport á morgun í 1. umferðinni en leikið verður á Bessastaðavelli klukkan 14.00. í 2. umferðinni er svo stórleikur Grindavíkur og ÍBV sýndur beint en önnur umferðin fer fram um aðra helgi. Mjólkurbikarinn fer af stað um helgina @mjolkurbikarinn @FAlftanes @framiceland Laugardag 13:50 Opin dagskrá pic.twitter.com/7g0sv5wKIK— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 4, 2020 Mjólkurbikar karla (1. umferð): Föstudagurinn 5. júní: Selfoss - Snæfell ÍR - KÁ Smári - Njarðvík Laugardagur 6. júní: KV - Kári Vængir Júpiters - KH Hvíti riddarinn - KFS Haukar - Elliði Vatnaliljur - Afturelding Álftanes - Fram Dalvík/Reynir - KF Hörður - Vestri Skallagrímur - Ýmir Þróttur Vogum - Ægir Kría - Hamar Höttur/Huginn - Sindri Mídas - KM KFG - KB Þróttur R. - Álafoss Sunnudagurinn 7. júní: KFR - GG SR - Uppsveitir Ísbjörninn - Björninn Tindastóll - Kormákur/Hvöt KFB - Víðir ÍH - Berserkir Samherjar - Nökkvi Stokkseyri - Afríka Árborg - Augnablik Léttir - Reynir S. Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar karla má sjá hér. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR er liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.vísir/daníel Stelpurnar byrja á sunnudaginn er ÍR og Álftanes mætast en það er 1. umferðin hjá stelpunum. Hamar og ÍA spila einnig á sunnudaginn sem og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Hömrunum. Spilaðar eru tvær umferðir áður en komið er inn í 16-liða úrslitin en þá koma liðin úr Pepsi Max-deildinni inn í keppnina. Fyrsta umferðin hjá stelpunum fer fram á sunnudag og mánudag, önnur umferðin helgina á eftir og 16-liða úrslitin fara svo fram helgina 10. til 11. júlí. Mjólkurbikar kvenna (1. umferð): Sunnudagurinn 7. júní: ÍR - Álftanes Hamar - ÍA Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir-HamrarnirMánudagurinn 8. júní: Afturelding - HK Fjölnir - Augnablik Grótta - Víkingur R. Fram - Grindavík Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar kvenna má sjá hér. Keyrum þetta í gang! #mjólkurbikarinn @Fotboltinet @St2Sport pic.twitter.com/XB2hrgXQQl— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) June 3, 2020
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira