Opna Bláa lónið þrátt fyrir hættu á gasmengun Bláa lónið opnar dyr sínar á ný á hádegi á morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir ákvörðunin alfarið forsvarsmanna fyrirtækisins. Áfram sé hætta á gasmengun á svæðinu. 5.4.2024 14:50
Bein útsending: Mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í Hörpu frá klukkan 15 til 17. 5.4.2024 14:30
Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. 5.4.2024 11:57
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5.4.2024 11:33
Freyja nýr framkvæmdastjóri blaðamanna Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hún tekur við starfinu af Hjálmari Jónssyni sem lét af störfum í janúar. 5.4.2024 10:58
Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4.4.2024 10:21
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3.4.2024 15:33
Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svandísar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi. 3.4.2024 14:20
Sigurður Ingi frestar fundum Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana. 3.4.2024 14:10
Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. 3.4.2024 12:23