Segja loforð svikin í Skálafelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 11:51 Úr brekkum Skálafells. JMG Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira