Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. febrúar 2025 12:32 Inga Rún Ólafsdóttir mætir til fundarins á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent