Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. 3.4.2024 10:18
Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2.4.2024 14:33
Barðist fyrir starfslokasamningi eftir glímu við „lítinn mann í jakkafötum“ Kona sem lækka átti í tign og í launum hjá Hús- og mannvirkjastofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi segist hafa mætt alltof mörgum litlum köllum klæddum í of stór jakkaföt í gegnum tíðina. Hún hvetur stjórnendur til að sjá kosti í konum sem snúa til baka eftir fæðingarorlof og gefa þeim tækifæri í stað þess að taka þau af þeim. 2.4.2024 12:10
Sólgleraugu vekja undrun á Suðurlandsbraut Stærðarinnar sólgleraugu hafa verið sett upp við skrifstofur Sýnar á Suðurlandsbraut og vekja undrun vegfarenda. Verkefnið er gjörningur af hálfu Vodafone og hluti af markaðsherferð þeirra Sjáðu Rautt. 1.4.2024 07:00
Forsætisráðherra veislustjóri í fimmtugsafmæli aldarinnar Hún var af dýrari gerðinni afmælisveislan sem Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu blés til í Hörpu í gærkvöldi. Forsætisráðherra sá um veislustjórn, fyrrverandi forseti var á meðal gesta og margur gesturinn vafalítið lítið til timbraður eftir veisluhöldin. 31.3.2024 12:27
Stúdent slapp með skrekkinn Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist. 30.3.2024 17:35
Fengu fullkomið veður við áratugalanga hefð í Hvalfirði Sólin hefur skinið skært á suðvesturhorninu í dag og margir nýttu góða veðrið í útiveru. Þar á meðal ferðalangar í Hvalfirði sem tíndu krækling í fjörunni á meðan þeir fylltu á D-vítamín tankinn. 29.3.2024 19:31
Eldur í Hafnarfirði Eldur kviknaði í gámi á Óseyrarbraut í Hafnafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Eldurinn var minniháttar og er búið að slökkva hann. 27.3.2024 16:54
„Trúði því ekki að þetta væri ég“ Karlmaður á flótta sem dvelur í Neyðarskýli Rauða krossins segist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann horfði á myndband af sjálfum sér með hróp og köll á þingpöllum Alþingis. 27.3.2024 16:08
Stjörnugrís sektaður fyrir íslenskan fána Neytendastofa hefur lagt fimm hundruð þúsund króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota þjóðfána Íslendinga á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni. 27.3.2024 15:19