Engin framhaldsaðstoð í boði fyrir Sigmar eftir dvölina á Vogi Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. 21.9.2023 11:12
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21.9.2023 10:38
Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20.9.2023 16:27
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20.9.2023 15:02
Rannsókn lögreglu á kynferðisbroti í Kópavogi í fullum gangi Rannsókn lögreglu á karlmanni sem grunaður er um að hafa gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs á dögunum er í fullum gangi. Lögregla hefur tekið skýrslu af hinum grunaða í málinu. 20.9.2023 07:01
Vilja stækka Tennishöllina og bæta við sex padel-völlum Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn. 19.9.2023 17:40
Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta. 19.9.2023 16:20
Taldi særðri dóttur sinni trú um að þau ættu í ástarsambandi Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur. 19.9.2023 15:01
Mikill meirihluti landsmanna studdi ekki aðgerðirnar Sjö af hverjum tíu landsmönnum studdu ekki aðgerðir tveggja mótmælenda sem hlekkjuðu sig við mastur tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn fyrr í september. Yngra fólk var frekar fylgjandi mótmælum en það eldra. 19.9.2023 13:34
Bein útsending: Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn Þau tímamót verða í dag að fyrsta skemmtiferðaskipið verður landtengt við rafmagn í Reykjavík. Vísir fylgist með gangi mála. 19.9.2023 12:31