Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga. 19.9.2023 10:58
Fjölgar í nýrri stjórn SÍF Embla Möller, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík, hefur verið kosin forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Kosning fór fram á aðalþingi sambandsins í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn. Þangað voru komnir saman um sextíu fulltrúar frá nemendafélögum framhaldsskólanna víðs vegar af landinu. 18.9.2023 16:04
Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18.9.2023 15:53
Hvetja til opinnar umræðu án fordóma Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi. 18.9.2023 14:01
„Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu. 18.9.2023 10:32
Bein útsending: Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu Alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu verða til umræðu á ráðstefnunni „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ sem fram fer í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar, í dag á alþjóðlegum degi öryggis sjúklinga. 17.9.2023 12:00
„Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“ Landsmenn minnast íþróttafréttamannsins og knattspyrnukappans fyrrverandi Bjarna Felixsonar með mikilli hlýju. Bjarni var fastagestur á skjám og í útvarpi landsmanna um árabil. Hann tók hlutverk sitt alvarlega þótt alltaf hafi verið stutt í húmorinn. Liverpool birti mynd af Bjarna Fel í gær á tímamótadegi í sögu félagsins. 15.9.2023 11:15
Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. 15.9.2023 11:00
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15.9.2023 07:01
Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14.9.2023 13:18