Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2023 15:27 Svanhildur Hólm Valsdóttir er spennt fyrir nýju hlutverki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. Bandaríkin eiga eftir að fallast á tillögu utanríkisráðherra um skipunina sem telja má líklegt að verði samþykkt. Hún segir um tímabundna skipun að ræða samkvæmt breytingu á lögum um utanríkisþjónustu sem var gerð árið 2020. Skipunin sé að hámarki til fimm ára og ekki með möguleika á framlengingu. Með þeim fyrirvara að allt gangi upp segist Svanhildur spennt og upp með sér. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ segir Svanhildur. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. Svanhildur á vaktinni á verðlaunaafhendingu hjá Samtón árið 2019.Ásta Kristjánsdóttir Hún leggur áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Það felist í utanríkisþjónustu að aðstoða borgara landsins sem þurfi á liðveislu sendiráðsins að halda. Sömuleiðis að styðja við íslenskt atvinnulíf. Þá sé það hlutverk sendiherra að styðja við íslenska menningu á erlendri grundu og efla menntasamstarf milli ríkjanna. Þá gegni sendiráðið mikilvægu hlutverki á sviði varnar- og öryggismála. Svanhildur ásamt eiginmanni sínum Loga Bergmann og góðum vinum á 200. sýningunni af Níu líf í Borgarleikhúsinu á dögunum.Owen Fiene Svanhildur tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu í vor og heldur svo vestur um haf í ágúst samþykki Bandaríkin tillögu Bjarna. Skipun Bjarna á Svanhildi er eitt fyrsta verk hans í embætti utanríkisráðherra en hann tók við embættinu þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir höfðu stólaskipti um miðjan október. Svanhildur var í átta ár aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2012 til 2020. Bjarni og Svanhildur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra.Vísir/Vilhelm Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Hún er gift Loga Bergmanni Eiðssyni fjölmiðlamanni sem starfar í dag hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Utanríkismál Sendiráð Íslands Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29. ágúst 2023 17:00 Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. 16. ágúst 2023 20:35 Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. 26. október 2022 12:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Bandaríkin eiga eftir að fallast á tillögu utanríkisráðherra um skipunina sem telja má líklegt að verði samþykkt. Hún segir um tímabundna skipun að ræða samkvæmt breytingu á lögum um utanríkisþjónustu sem var gerð árið 2020. Skipunin sé að hámarki til fimm ára og ekki með möguleika á framlengingu. Með þeim fyrirvara að allt gangi upp segist Svanhildur spennt og upp með sér. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ segir Svanhildur. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. Svanhildur á vaktinni á verðlaunaafhendingu hjá Samtón árið 2019.Ásta Kristjánsdóttir Hún leggur áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Það felist í utanríkisþjónustu að aðstoða borgara landsins sem þurfi á liðveislu sendiráðsins að halda. Sömuleiðis að styðja við íslenskt atvinnulíf. Þá sé það hlutverk sendiherra að styðja við íslenska menningu á erlendri grundu og efla menntasamstarf milli ríkjanna. Þá gegni sendiráðið mikilvægu hlutverki á sviði varnar- og öryggismála. Svanhildur ásamt eiginmanni sínum Loga Bergmann og góðum vinum á 200. sýningunni af Níu líf í Borgarleikhúsinu á dögunum.Owen Fiene Svanhildur tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu í vor og heldur svo vestur um haf í ágúst samþykki Bandaríkin tillögu Bjarna. Skipun Bjarna á Svanhildi er eitt fyrsta verk hans í embætti utanríkisráðherra en hann tók við embættinu þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir höfðu stólaskipti um miðjan október. Svanhildur var í átta ár aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2012 til 2020. Bjarni og Svanhildur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra.Vísir/Vilhelm Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Hún er gift Loga Bergmanni Eiðssyni fjölmiðlamanni sem starfar í dag hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Utanríkismál Sendiráð Íslands Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29. ágúst 2023 17:00 Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. 16. ágúst 2023 20:35 Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. 26. október 2022 12:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29. ágúst 2023 17:00
Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. 16. ágúst 2023 20:35
Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. 26. október 2022 12:00
Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01