Þrír fjórðu þjóðarinnar vill útiloka Ísrael frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:03 Netta er ein skærasta tónlistarstjarna Ísraels eftir sigur í EUrovision árið 2018 í Amsterdam. Getty/Romy Arroyo Fernandez Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Þetta er niðurstaða könnunar Prósents. Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku. Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku.
Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01
„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00