Fjallað verður um gosið í hádegisfréttum okkar.
Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. Heimir Már Pétursson fréttamaður okkar rýnir í verðbólguna.
Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum við inflúensu og covid undir væntingum. Nýtt afbrigði Covid er bráðsmitandi en veikindin þó ekki alvarlegri. Fjölmargir liggja í veikindum núna og er álag mikið á heilbrigðisstofnunum. Lovísa Arnardóttir kynnti sér málið.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir jólaverslunina þetta árið í samræmi við væntingar og jafnvel aðeins betri. Stóra breytingin sé sú að sífellt stærri hluti jólaverslunar fer nú fram í nóvember, áætlað er að allt að helmingur af jólainnkaupum landans eigi sér stað á þremur stóru afsláttardögunum í nóvember. Margrét Helga Erlingsdóttir skoðaði jólaverslunina í ár.
Fjöldi stuðningsmanna íslenska landsliðsins, sem pöntuðu nýju landsliðstreyjuna í gegnum verslun Boozt, fengu afhendar treyjur í rangri stærð. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Boozt sér um söluna á treyjunum. Við heyrum í fulltrúa Handknattleikssambands Íslands.