„Ég hef vaxið undanfarin ár og hef getað gefið mér tíma til þess“ Tónlistarmaðurinn Þórsteinn Einarsson býr í Vínarborg þar sem hann er með plötusamningi við Sony Music og er hann að gefa út nýja plötu í dag. Þórsteinn er einnig að fara á tónleikaferðalag um Austurríki eftir útgáfu plötunnar. Lífið 25. mars 2022 11:30
Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. Tónlist 25. mars 2022 07:01
Taktu þátt: Búðu til þitt eigið lag og myndband með Overtune Vísir.is ætlar að leita að besta OVERTUNE lagi og myndbandi og eru peningaverðlaun í boði fyrir efstu þrjú sætin. Leikurinn stendur til 7. apríl. Lífið samstarf 25. mars 2022 07:01
„Ekki fallegar tilfinningar en þær eru mannlegar og við þekkjum þær öll“ Una Torfadóttir byrjaði að semja lög um ástarsorg löngu áður en hún upplifði hana sjálf. Sem barn skrifaði hún dramatíska texta á ensku og söng af mikilli innlifun en þegar unglingsárin hófust fór Una að skrifa um sínar eigin upplifanir og þá tók móðurmálið við. Albumm 24. mars 2022 15:50
„Mögnuð upplifun að vinna svona verkefni með bestu vinkonum sínum“ Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR eru í þann mund að klára tónleikaferðalag um landið og enda á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. mars. Þær sameinuðu krafta sína við gerð á plötunni While We Wait sem kom út síðastliðinn febrúar en stelpurnar kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, bæði sem vinkonur og sem tónlistarkonur. Blaðamaður tók púlsinn á þessum söngkonum og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum þeirra. Tónlist 24. mars 2022 12:31
Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Lífið 23. mars 2022 23:15
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. Lífið 23. mars 2022 20:39
Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Lífið 23. mars 2022 16:27
Blæs nýju lífi í Roxette tveimur árum eftir dauða söngkonunnar Rúmum tveimur árum eftir andlát Marie Frederiksson hefur Per Gessle ákveðið að blása nýtt líf í sænsku sveitina Roxette. Sveitin mun halda áfram en fá nýtt nafn og nýjar söngkonur. Lífið 23. mars 2022 13:30
Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. Tónlist 23. mars 2022 12:01
„Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“ „Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já. Lífið 23. mars 2022 11:30
Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. Albumm 22. mars 2022 16:21
Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála. Innlent 22. mars 2022 08:06
Söngkona ársins gefur út nýja tónlist áður en barnið kemur í heiminn Söngkonan GDRN var valin söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum á laugardag. Lagið hennar og Jóns Jónssonar, Ef ástin er hrein, var einnig valið lag ársins. Tónlist 21. mars 2022 22:01
Bríet endurtekur leikinn með stórtónleikum í Eldborg Söngkonan Bríet ætlar að halda tónleika í Eldborg, Hörpu, 21. maí næstkomandi. Hún hélt tilkomumikla útgáfutónleika plötunnar Kveðja, Bríet í sama sal í október síðastliðnum. Tónlist 21. mars 2022 20:00
Will Butler kveður Arcade Fire Will Butler sem var í Arcade Fire hefur yfirgefið hljómsveitina. Hann segir ástæðu þess einfaldlega vera að hann hafi breyst líkt og hljómsveitin sjálf síðustu tuttugu árin frá því að þau byrjuðu að spila saman. Hann segir nýja og spennandi hluti vera framundan. Lífið 21. mars 2022 17:31
Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó meðal þeirra sem keppa í bandaríska Eurovision Bandaríska útgáfan af Eurovision fer af stað í dag og mun standa yfir í átta vikur undir nafninu Ameríska söngvakeppnin. Þar munu keppendur flytja frumsamin lög sem keppa um atkvæði þjóðarinnar og eru margar stjörnur búnar að taka að sér hlutverk flytjanda. Lífið 21. mars 2022 15:30
„Flest lögin túlka ákveðið rótleysi“ Fyrir skömmu kom út lagið Finding Place, titillag stuttskífu sem tónlistarkonan MIMRA sendir frá sér þann 1. apríl næstkomandi. MIMRA fylgir plötunni úr hlaði með útgáfu- og upptöku tónleikum í Salnum í Kópavogi ásamt hljómsveit sama kvöld og platan kemur út. Albumm 21. mars 2022 15:30
Júníus flutti You'll Never Walk Alone með stæl Í síðasta þætti af Glaumbæ á Stöð 2 var þema þáttarins trú og aðeins flutt lög sem tengjast trúarbrögðum. Tónlist 21. mars 2022 14:30
Konungur meistaranna Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Skoðun 21. mars 2022 14:01
„Þetta snýst um að skemmta sér og vera í augnablikinu“ Hljómsveitin ArnarArna gefur út í dag nýjustu smáskífu sína, Water and Radio. Það markar fjórðu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu með sama nafni. Albumm 20. mars 2022 20:45
Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice og kepptust dómarar þáttarins við að fá Íslendinginn í sitt lið. Lífið 20. mars 2022 14:03
Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Tónlist 19. mars 2022 20:22
Bein útsending: Hlustendaverðlaunin afhent í Kolaportinu Hlustendaverðlaunin 2022 eru afhent í kvöld en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. Viðburðurinn fer fram í Kolaportinu en sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Tónlist 19. mars 2022 17:01
Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum. Tónlist 19. mars 2022 16:01
Dagsetningar fyrir 13 ára afmæli Extreme Chill hátíðarinnar eru lentar! Dagsetningar fyrir 13 ára afmæli Extreme Chill hátíðarinnar voru að lenda. 6.-.9 Október 2022 frekari upplýsingar, Dagskrá og Early Bird miðasala hefst 1 Maí. Albumm 19. mars 2022 15:46
„Óraunverulegt að vera kölluð aftur og aftur upp á svið“ Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Hljómsveitin Írafár kemur fram á hátíðinni en hún á enn metið í fjölda verðlauna frá upphafi Hlustendaverðlaunanna. Tónlist 19. mars 2022 13:01
Stefnir á að verða dans slagari sumarsins! Séra Bjössi og Háski gefa út lagið Drive í dag, föstudaginn 18.mars en lagið stefnir á að verða dans slagari sumarsins! Albumm 19. mars 2022 00:00
Langþráðir afmælistónleikar GusGus fara loksins fram Afmælistónleikar hljómsveitarinnar GusGus fara loks fram í Hörpu í kvöld, tveimur árum á eftir áætlun. Menning 18. mars 2022 19:06
„Ætlum að gera eitthvað geggjað úr þessu“ Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Aron Can kemur fram á hátíðinni en hann er tilnefndur í fjórum flokkum. Tónlist 18. mars 2022 18:01