Einn listi bauð fram í Tjörneshreppi Einn listi bauð fram til sveitarstjórnar í Tjörneshreppi og var hann því sjálfkjörinn svo ekki þurfti að boða til sveitarstjórnarkosningar í hreppnum á laugardag. Innlent 17. maí 2022 14:25
Skagastrandarlistinn sjálfkjörinn og engar kosningar Íbúar í sveitarfélaginu Skagaströnd gengu ekki til kosninga um helgina þar sem aðeins einn framboðslisti barst. Hann var því sjálfkjörinn í apríl. Innlent 17. maí 2022 13:57
Munaði þrettán atkvæðum á listum í Svalbarðsstrandarhreppi Þrettán atkvæðum munaði á listunum tveimur sem buðu fram í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði í kosningunum á laugardag. Svo fór að A-listinn fékk 128 atkvæði og þrjá menn kjörna, en Ö-listinn 115 atkvæði og tvo menn kjörna. Innlent 17. maí 2022 13:49
R-listinn er málið Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sagðist í viðtölum í gær óska sér að Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og VG mynduðu meirihluta í borginni. Þetta er mynstur sem vísar til Reykjavíkurlistans sem náði völdum af Sjálfstæðisflokknum 1994 og stýrði borginni í þrjú kjörtímabil, til 2006. Skoðun 17. maí 2022 13:30
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. Innlent 17. maí 2022 13:17
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefja formlegar viðræður í Hafnarfirði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hafið formlegar meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Flokkarnir ná meirihluta í bæjarstjórn með einum manni. Innlent 17. maí 2022 13:06
Hlutkesti skilaði Önnu Jónu í sveitarstjórn í Fljótsdalshreppi Jóhann Frímann Þórhallsson hlaut flest atkvæði í sveitarstjórn í óbundinni kosningu til sveitarstjórnar í Fljótsdalshreppi á laugardag. Grípa þurfti til hlutkestis til að ákvarða hver myndi skipa fimmta sætið í sveitarstjórn. Innlent 17. maí 2022 11:55
Einar Freyr verður sveitarstjóri Mýrdalshrepps eftir sigur B-lista B-listi Framsóknar og óháðra tryggði sér þrjá fulltrúa í sveitarstjórn Mýrdalshrepps í kosningunum á laugardag og hélt þar með meirihluta sínum. A-listi Allra náði inn tveimur mönnum. Innlent 17. maí 2022 11:25
Unglingarnir hefðu kosið sama fólkið og hlaut kjör í Reykhólahreppi Skuggakosningar til sveitarstjórnar voru haldnar á nýafstöðnu ungmennaþingi í Reykhólahreppi og mikill samhljómur var með niðurstöðum þeirra og niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna. Ólíklegt er því að breytingar hefðu orðið á niðurstöðunum þó ungmenni væru yngri þegar þau fengju atkvæðisrétt. Innlent 17. maí 2022 11:07
Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. Innlent 17. maí 2022 10:42
Sjálfstæðismenn náðu meirihluta í Hrunamannahreppi Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir náðu inn þremur mönnum í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í kosningum laugardagsins og eru því í meirihluta. L-listinn náði inn tveimur mönnum. Innlent 17. maí 2022 10:35
E-listinn vann sigur í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi E-listinn bar sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Alls greiddu 819 atkvæði í sveitarfélaginu en 1.033 eru á kjörskrá í sveitarfélaginu. Innlent 17. maí 2022 10:12
Næststærsti sigur lista á landinu var í Bláskógabyggð T-listinn vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í Bláskógabyggð á laugardaginn og tryggði sér fimm fulltrúa af sjö í sveitarstjórn. Þ-listinn náði inn tveimur mönnum. Innlent 17. maí 2022 10:07
100 þúsund kjósendur sátu heima um helgina Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun. Skoðun 17. maí 2022 10:01
Gísli Gunnar hlaut flest atkvæði í Grýtubakkahreppi Gísli Gunnar Oddgeirsson hlaut flest atkvæði til sveitarstjórnar í Grýtubakkahreppi í kosningum laugardagsins. Kosningin var óhlutbundin þar sem engir framboðslistar bárust. Innlent 17. maí 2022 08:50
Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. Innlent 17. maí 2022 07:31
Meirihlutarnir fimm sem eru í boði Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. Innlent 17. maí 2022 07:00
Óþol í garð átakastjórnmála hafi greitt veg Framsóknar Prófessor í stjórnmálafræði segir óþol í garð þeirra átakastjórnmála sem einkennt hafa íslenska pólitík síðan eftir hrun hafa greitt veg Framsóknarflokksins. Innlent 16. maí 2022 21:58
Allt opið í Hafnarfirði Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Innlent 16. maí 2022 20:26
Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. Fréttir 16. maí 2022 19:24
Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. Innlent 16. maí 2022 18:56
Kosningavaktin: Ágreiningur um fjölda mála hafa valdið viðræðuslitum á Akureyri Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. Innlent 16. maí 2022 18:00
Vill ekki að fólk oftúlki orð sín – stefnan sé sett á samflot Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að ekki megi oftúlka orð hennar um að útiloka ekki neinn. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafi talað sig saman um að vera í samfloti í gegnum meirihlutaviðræður. Innlent 16. maí 2022 17:53
Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. Innlent 16. maí 2022 16:20
Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í Skorradalshreppi Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Skorradalshreppi á laugardag. Þó það virðist vera lítið var kjörsókn 87,2% en 47 voru á kjörskrá. Innlent 16. maí 2022 15:52
Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. Innlent 16. maí 2022 15:46
Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Innlent 16. maí 2022 15:41
Andrea Ýr fékk flest atkvæði í Hvalfjarðarsveit Andrea Ýr Arnarsdóttir fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Hvalfjarðarsveit en þar voru listar ekki boðnir fram heldur var um persónukjör að ræða. Innlent 16. maí 2022 15:37
F-listinn með meirihluta í Eyjafjarðarsveit F-listinn fékk meirihluta atkvæða í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Alls var 821 á kjörskrá í sveitarfélaginu og greiddu 587 atkvæði, eða 71,5%. Innlent 16. maí 2022 15:30
Litlu munaði hjá Sjálfstæðisflokki og E-lista í Vogum D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vogum fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. D-listinn og E-listinn náðu báðir þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Innlent 16. maí 2022 15:19
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent