„Frábært að stela heimavellinum“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 22:05
„Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sigurður Ingimundarson, hinn þrautreyndi þjálfari Keflavíkur, var ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn gegn Tindastóli í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 21:32
Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Keflavík hóf úrslitakeppnina með því að vinna Tindastól, 92-63, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 18:17
Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti 31.3.2025 18:46
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Körfubolti 26.3.2025 18:33
Óbærileg bið eftir kvöldinu Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu. Körfubolti 18. mars 2025 12:00
Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Körfubolti 18. mars 2025 09:31
Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Jóhanna Jakobsdóttir, formaður Körfuknattleiksdeildar Aþenu, átti endurkomu á KKÍ þingið í dag og var vel tekið. Körfubolti 15. mars 2025 15:30
Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Körfuknattleiksþing samþykkti í dag tillögu um að það verði í höndum stjórnar KKÍ að hefja vinnu við breytingu á reglugerð um erlenda leikmenn fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Körfubolti 15. mars 2025 15:16
Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Fulltrúar Aþenu á Körfuknattleiksþinginu vildu fá að bæta við tillögu á KKÍ þinginu eftir að frestur til þess var runninn út. Þingið kaus því um hvort ætti að taka hana tillöguna fyrir á þinginu en það var fellt. Körfubolti 15. mars 2025 12:40
Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma. Körfubolti 15. mars 2025 10:24
„Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Fimm ár eru síðan að Jónína Þórdís Karlsdóttir endurvakti kvennalið Ármanns í körfubolta. Liðið hefur nú tryggt sér sæti í efstu deild frá og með næsta tímabili. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan liðið var þar síðast. Körfubolti 14. mars 2025 07:31
Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Þær voru margar sem lögðu m-þung lóð á vogaskálarnar í kvöld þegar Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna í körfubolta. Ein af þeim var Tinna Guðrún Alexandersdóttir en hún skoraði 23 og stal sex boltum til að leiða lið sitt í gegnum erfitt verkefni í kvöld þegar Haukar unnu Þór Ak. 97-73. Körfubolti 12. mars 2025 21:16
Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram i Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig á Hlíðarenda. Körfubolti 12. mars 2025 20:52
Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina. Körfubolti 12. mars 2025 18:32
Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Tindastólskonur enduðu átta leikja taphrinu sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld og unnu sinn fyrsta deildarleik síðan í byrjun janúar. Sigur sem gæti farið langt með að koma þeim í úrslitakeppnina. Körfubolti 11. mars 2025 23:00
„Við eigum að skammast okkar“ Þjálfari Grindavíkurliðsins talaði ekki undir rós eftir tap liðsins á Sauðárkróki í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 11. mars 2025 22:57
Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Aþena hefur verið að bíta frá sér síðan að liðið féll úr Bónus deild kvenna í körfubolta á dögunum en þrátt fyrir góða stöðu í hálfleik þá réðu Aþenukonur ekki við Stjörnukonur þegar á reyndi í kvöld. Körfubolti 11. mars 2025 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Stjörnumenn unnu stórsigur á vængbrotnum nágrönnum sínum í liði Álftaness í kvöld í baráttunni um montréttinn í Garðabæ í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2025 21:15
„Þetta var gott próf fyrir okkur“ Njarðvík vann Keflavík 105-96. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvíkingar voru sterkari í fjórða leikhluta. Þetta var sjöundi sigur Njarðvíkur í röð og Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn. Sport 5. mars 2025 22:05
Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Aþena, sem er fallið úr Bónus deild kvenna í körfubolta, bætti í kvöld enn ofan á vandræði og vonleysi Tindstólskvenna. Körfubolti 5. mars 2025 20:59
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri. Körfubolti 5. mars 2025 20:39
Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77. Körfubolti 5. mars 2025 19:32
„Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Hamar/Þór vann í kvöld mikilvægan sigur gegn Stjörnunni 72-78. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Hákon Hjartarson þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðu sinna kvenna. Körfubolti 4. mars 2025 20:35
Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Hamars/Þórs konur sóttu tvö stig í Garðabæinn í neðri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þær unnu þá Stjörnuna 78-72. Körfubolti 4. mars 2025 19:54
„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Körfubolti 2. mars 2025 21:39