

Álftanes og Þór Þorlákshöfn töpuðu bæði í síðustu umferð Subway-deildar karla. Þau mættust í Forsetahöllinni í kvöld og ljóst að bæði lið ætluðu sér að komast aftur á beinu brautina.
Tindastóll vann nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 95-90.
Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki parsáttur með dómgæsluna eftir tap síns liðs gegn Keflavík í Subway-deild karla í kvöld.
Keflvíkingar unnu góðan ellefu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-104.
Grindavík vann stórsigur gegn andlausu liði Njarðvíkur í Smáranum í 16. umferð Subway deildar karla í kvöld. Lokaniðurstaða 118-80 eftir lítt spennandi leik þar sem Grindavík hélt öruggri forystu allan tímann.
Höttur vann góðan 13 stiga sigur er liðið tóka á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-80.
Tindastóll tilkynnti í gær um samning við Keyshawn Woods og er besti leikmaður úrslitaeinvígisins í fyrra því kominn aftur í Tindastólsbúninginn fyrir lokaátökin í vetur.
Nýliðar Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta tilkynntu um sannkallaða „risaviðbót“ fyrir lok félagaskiptagluggans.
Keyshan Woods, sem varð Íslandsmeistari með Tindastóli á síðasta tímabili, er genginn í raðir liðsins á nýjan leik.
Sjö umferðir eru eftir af Subway deild karla í körfubolta og spennan er mikil í baráttunni um sæti úrslitakeppninni enda munar aðeins fjórum stigum á liðinu í þriðja sæti og liðinu í áttunda sæti.
Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu.
Sigmundur Már Herbertsson dæmdi sinn 800. leik í efstu deild þegar hann var á flautunni í leik Keflavíkur og Stjörnunnar á föstudag.
Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið en í þættinum átti sér skemmtileg umræða um Kristinn Pálsson, leikmann Vals.
Subway körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir 15. umferðina.
Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur.
Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89.
Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87.
Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma sinn 800. deildarleik í efstu deild karla í kvöld þegar hann dæmir leik Keflavíkur og Stjörnunar í Subway deild karla.
Liðin sem hafa mæst í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár, Valur og Tindastóll, áttust við á Hlíðarenda í stórleik 15. umferðar Subway-deildar karla.
Botnlið Hamars fékk Hauka í heimsókn. Heimamenn voru yfir í hálfleik og fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar unnu að lokum með minnsta mun 87-88 og fimmtánda tap Hamars í Subway-deildinni staðreynd.
Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92.
Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79.
Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld.
Njarðvík lagði Álftanes af velli með 38 stiga mun 89-51 þegar liðin mættust í 15.umferð Subway-deildar karla í körfubolta.
Breiðablik tók á móti Grindavík á sameiginlegum heimavelli liðanna tveggja í Smáranum. Eftir jafnan leik framan af tók Grindavík fram úr snemma í seinni hálfleik og Breiðablik átti ekki afturkvæmt, lokatölur 84-106 Grindavíkursigur.
Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum.
Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir.
Það er nóg af gleðitíðindum úr herbúðum nýliðana af Álftanesi. Í gær komst liðið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni með sigri á Grindavík og í dag tilkynnti félagið að einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands væri á leiðinni til félagsins.