KKÍ gefst upp á GameDay kerfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 15:00 Það var hart tekist á í körfuboltanum síðasta vetur en það var líka oft erfitt að finna tölfræði um frammistöðu leikmanna. Vísir/Anton Körfuknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að hætta með tölfræðiforritið GameDay sem gerði körfuboltáhugafólki lífið leitt síðasta vetur. GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira