Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Innlent 25. júlí 2025 21:18
Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. Innlent 25. júlí 2025 18:33
Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Skoðun 25. júlí 2025 18:00
Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld. Viðskipti innlent 25. júlí 2025 13:22
Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tókust á um þéttingu byggðar og húsnæðismál borgarinnar. Meðal þess sem kom upp voru heimsborgir á við Kaupmannahöfn en fyrrum borgarstjórinn hvatti Píratann til að flytja þangað. Innlent 25. júlí 2025 11:53
Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sextíu prósent þjóðarinnar eru óánægð með störf stjórnarandstöðunnar, ef marka má nýja skoðanakönnun Maskínu. 48 prósent segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar, sem er sjónarmun meiri ánægja en hefur mælst áður. Innlent 25. júlí 2025 10:38
Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Innlent 24. júlí 2025 22:56
Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Vindorkuver á fjöllunum ofan Gilsfjarðar á Vestfjörðum fær grænt ljóst, samkvæmt tillögu sem ráðherra umhverfis- og orkumála hyggst leggja fram á Alþingi í haust. Þetta gæti orðið fyrsti stóri vindmyllugarðurinn á Íslandi sem rís á vegum einkaaðila. Innlent 24. júlí 2025 21:21
Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24. júlí 2025 12:01
„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23. júlí 2025 21:10
Þétting byggðar er ekki vandamálið Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Skoðun 23. júlí 2025 16:31
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23. júlí 2025 13:23
„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. Innlent 23. júlí 2025 11:16
Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega þriðjungur landsmanna telur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. Innlent 23. júlí 2025 10:15
Karl Héðinn stígur til hliðar Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Innlent 23. júlí 2025 09:44
Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22. júlí 2025 18:01
Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. Innlent 22. júlí 2025 16:49
Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents eru 65 prósent landsmanna ánægðir með ákvörðun forseta Alþingis að beita svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að binda enda á umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra. Innlent 22. júlí 2025 15:04
Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Skoðun 22. júlí 2025 14:02
Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Innlent 22. júlí 2025 12:14
Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst. Innlent 22. júlí 2025 08:17
Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Meirihluti bæjarráðs Kópavogs samþykkti í síðustu viku, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að fallast á endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá því í fyrra, þegar hún hafnaði því að auglýsa tillögu um breytt skipulag lóðanna Nónsmára 11-17 og Nónsmára 1-9. Innlent 22. júlí 2025 07:45
Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust. Erlent 22. júlí 2025 07:36
Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Innlent 21. júlí 2025 20:06
Ertu bitur? Í nýlegum pistli spyr nýr þingmaður: “Hver ertu?” Þetta er grundvallarspurning fyrir okkur öll og margir listamenn og hugsuðir hafa reynt að svara þessari spurningu. Descartes á líklega eitt frægasta svarið en Jackie Chan á líklega innilegustu spurninguna, úr samnefndri bíómynd “Who am I?” Skoðun 21. júlí 2025 18:31
Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Innlent 21. júlí 2025 18:30
Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Innlent 21. júlí 2025 16:10
Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Innlent 21. júlí 2025 14:02
Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Skoðun 21. júlí 2025 12:32
Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Innlent 21. júlí 2025 12:10