Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Flug­nám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykja­víkur­flug­vallar í flugnámi

Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum.

Skoðun
Fréttamynd

Þriggja ára barn ráfaði af leik­skólanum og í Bónus

Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins til­einkar sam­starfs­fólki út­nefninguna

Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali.

Lífið
Fréttamynd

Ingi Garðar er Reyk­víkingur ársins

Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.

Innlent
Fréttamynd

Að koma út í lífið með verri for­gjöf, hvernig til­finning er það?

Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­nám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórn­valda

Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf er lykill að fram­tíðinni

Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast bóta verði ekki fallið frá á­formum um skólaþorp

Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?

Já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu, það vantar víða súrefni í kerfin okkar. Það er nóg af taka þegar það kemur að því að forgangsraða verkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Falsaði fleiri bréf

Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“

Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta.

Innlent
Fréttamynd

Að­sóknar­met slegið í lögreglunám

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Nýr rektor og 2025 – tíma­mót í há­skóla­málum

Íslenska háskólasamfélagið stendur nú á tvöföldum tímamótum og skorum við á stjórnvöld að nýta tækifærið og blása til sóknar fyrir vísindastarf í landinu. Annars vegar hefur nýr rektor tekið við stjórnartaumum Háskóla Íslands. Silju Báru Ómarsdóttur bíða stór verkefni og er lykilatriði að hún verði vel nestuð í ferðalagið, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem fylgja vanfjármögnun háskólastigsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira

Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar.

Innlent
Fréttamynd

Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf.

Innlent
Fréttamynd

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum

Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endur­greiða

Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið.

Innlent