Samningur upp á 1,7 milljarð um smíði fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðin um smíði á 380 tonna fiskimjölsverksmiðju sem sett verður upp í Neskaupstað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Viðskipti innlent 5. mars 2021 15:32
Bakslag í öryggismálum sjómanna Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skoðun 5. mars 2021 15:31
Banvæn féþúfa Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi. Skoðun 5. mars 2021 10:00
Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna. Innlent 28. febrúar 2021 07:54
Heimila samrunann en setja spurningarmerki við yfirráð í Síldarvinnslunni Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf. en greint var frá því í október að Bergur-Huginn ehf. hafi fest kaup á útgerðarfélaginu Bergi í Vestmannaeyjum. Viðskipti innlent 25. febrúar 2021 17:13
Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Viðskipti innlent 23. febrúar 2021 17:23
IWF kærir MAST til ÚU The Icelandic Wildlife Fund (IWF) hefur kært Matvælastofnun (MAST) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) og krefst þess að nefndin hlutist til um að MAST birti upplýsingar um eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjum í samræmi við lög og reglur. Innlent 23. febrúar 2021 13:07
Segja friðlandið orðið að óskiljanlegri kerfisvitleysu Barnafjölskylda sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu þau á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi. Innlent 22. febrúar 2021 23:02
Tólf ára Eyjapeyi á loðnuvertíð og ætlar að verða skipstjóri Einn yngsti sjómaður landsins lauk fyrsta loðnutúrnum í langan tíma í Vestmannaeyjum í dag. Hann byrjaði sex ára á sjó og á ekki langt að sækja sjómennskuna því bæði pabbi hans og afi hans voru með í túrnum á skipinu Huginn VE55. Innlent 22. febrúar 2021 10:40
Skipsheitið Kap er gælunafn stúlku Skip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE 4, sem landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár, og kom þannig loðnuvertíðinni af stað í Vestmannaeyjum þetta árið, ber forvitnilegt heiti. Sem skipsnafn í Eyjum á það sér nærri eitthundrað ára sögu en nafnið Kap er stytting á kvenmannsnafninu Kapítóla. Innlent 20. febrúar 2021 13:48
Býst við að Síldarvinnslan verði skráð í Kauphöll í maí Forstjóri Síldarvinnslunar býst við að félagið verði skráð í Kauphöllina í maí. Ekki verða gefin út ný hlutabréf heldur ætli stærstu eigendur að selja af sínum hlutum við skráningu í félaginu. Viðskipti innlent 20. febrúar 2021 13:31
Stefnt á skráningu Síldarvinnslunnar í Kauphöllina Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tilkynntu fyrir fáeinum dögum þá ákvörðun sína að hefja skráningu félagsins í Kauphöll. Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Viðskipti innlent 20. febrúar 2021 09:59
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. Innlent 19. febrúar 2021 18:46
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. Innlent 19. febrúar 2021 12:10
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 21:55
Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 11:03
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. Viðskipti innlent 16. febrúar 2021 23:39
Að bera saman epli og appelsínur – veiðigjöld á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi Í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. fullyrti Daði Már Kristófersson m.a. að vitað væri frá „reynslu nágrannalandanna“ að hægt væri að taka upp veiðigjöld hér á landi sem gæfu betri raun. Skoðun 13. febrúar 2021 13:30
Segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjald hafi hækkað eða lækkað Sjávarútvegsráðherra segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjöld hafi hækkað eða lækkað við lagabreytingu 2018. Það verði alltaf deilur um álagningu gjalda en hann hafi engin áform uppi um að gera breytingar á núverandi lögum. Innlent 12. febrúar 2021 19:01
Björgólfur hættur og Þorsteinn Már aftur einn forstjóri Björgólfur Jóhannsson hefur látið af störfum sem forstjóri Samherja. Hann hefur gegnt því starfi einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 13:39
DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. Viðskipti erlent 12. febrúar 2021 09:25
Svar við bréfi Helga - og Heiðrúnar Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína. Skoðun 12. febrúar 2021 09:00
Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. Innlent 11. febrúar 2021 20:00
„Sannleikurinn er ákjósanlegastur, en þó ekki ómissandi“ Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var fjallað um veiðigjald, en á liðnu ári var það 4,8 milljarðar króna. Fjárhæðin lá fyrir í upphafi árs og sú fjárhæð var í samræmi við það sem áætlað var í upphafi. Skoðun 11. febrúar 2021 13:32
Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Skoðun 11. febrúar 2021 13:00
Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 21:21
Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Skoðun 10. febrúar 2021 20:00
Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Innlent 9. febrúar 2021 16:50
Nokkur orð um atlöguna að Samherja Samherji er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum Evrópu og á og rekur eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Erlendis nýtur fyrirtækið mikillar virðingar. Ekki síst vegna afurða í hæsta gæðaflokki og vegna tækninýjunga og brautryðjendastarfs á sviði veiða og vinnslu. Skoðun 9. febrúar 2021 09:30
Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför. Viðskipti innlent 8. febrúar 2021 21:44