Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    FH í bílstjórasætinu - myndir

    FH er komið með 2-1 forskot gegn Akureyri í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild karla. Það var virkilega fast tekist á að þessu sinni og fengu FH-ingar að fjúka af velli átta sinnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar vinna á vörn og markvörslu

    Seinni undanúrslitaviðureignin í N1-deild karla hefst í kvöld þegar HK sækir deildarmeistara Hauka heim. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Fram, til þess að spá í spilin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25

    FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur í viðræðum við Val

    Samkvæmt heimildum Vísis eru verulegar líkur á því að Patrekur Jóhannesson verði næsti þjálfari karlaliðs Vals. Patrekur staðfesti við Vísi í dag að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni tekur við danska liðinu Viborg

    Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna og aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu, verður næsti þjálfari danska liðsins Viborg. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar geta orðið deildarmeistarar í kvöld - heil umferð í N1 deild karla

    Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld verði úrslitin þeim hagstæð en þá fer fram næstsíðasta umferðin í N1 deild karla í handbolta. Vinni Haukarnir Aftureldingu á sama tíma og nágrannar þeirra í FH tapa stigum á móti HK þá næla Haukar í þriðja titilinn á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn.

    Handbolti